Sýn, móðurfélag Vodafone, áður Fjarskipti, er efst á lista Nasdaq yfir veltuhæstu bréf í flokki lítilla fyrirtækja á Norður- og Eystrasaltslöndum í mars.

Meðalvelta á dag í mars nam 0,9 milljónum evra sem eru um 111 milljónir króna miðað við meðalgengi evru í marsmánuði samkvæmt mið­ gengi Seðlabanka Íslands.

Sýn er eina íslenska fé­ lagið sem kemst á listann þegar litið er til allra flokka. Á eftir Sýn í flokki lítilla fyrirtækja kemur sænska félagið Invuo Technologies með 0,7 milljóna evra meðalveltu á dag.

Þar á eftir kemur félagið Note en það er einnig sænskt. Við lokun markaða í gær var markaðsvirði Sýnar 20,9 milljarðar króna en frá því í byrjun árs hefur verðmæti bréfa félagsins hækkað um 4,28%. Á síðasta ári nam hagnaður félagsins 1.086 milljónum króna