Bilun í tölvukerfi breska flugfélagsins British Airways í maí síðastliðnum kostaði fyrirtækið 65 milljónir evra. Þrátt fyrir aukinn kostnað jókst hagnaður IAG, móðurfélags British Airways um 90 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi og nam 540 milljónum evra.

Gegni hlutabréfa IAG hækkað um 0,21% það sem af er degi eftir að hafa hækkað um 3,4% í byrjun dags.

Verðstríð á flugmarkaði?

Fyrr í vikunni greindi írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair frá því að fyrirtækið gerði ráð fyrir því að verð á flugfargjöldum muni lækka um allt að 8% á næstu 9 mánuðum vegna mikillar samkeppni.

Í frétt BBC er haft eftir Nicholas Hyett, greingaraðila hjá verðbréfafyrirtækinu Hargreaves Lansdown að samkeppni á styttri flugleiðum hafi lítil áhrif á IAG. „Samkeppni er að aukast meðal lágfargjaldaflugfélaga. Eftir því sem fleiri flugvélar taka á loft þurfa flugfélög á styttri flugleiðum að lækka verð til að fylla vélarnar. Þar sem áhersla IAG er frekar á lengri flugleiðir hefur þetta ekki skapað vandamál fyrir fyrirtækið," sagði Hyett. „Niðurstaðan er sú að meðan samkeppnisaðilar IAG eru að horfa upp á hagnað af lægra olíuverði brenna upp í aukinni samkeppni þá virðist hagnaður IAG að aukast."