Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) leggur til að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins skoði þann kost að vextir skráðra skuldabréfa á markaði verði undanþegnir skattskyldu. Nefndin fjallar nú um frumvarp um ýmsar breytingar á skattalöggjöfinni.

Sjá einnig: Skattalegur ómöguleiki í vegi erlends fjármagns

Sagt var frá því í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að núverandi fyrirkomulag legði stein í götu innlendra aðila sem hygðust sækja fjármagn erlendis frá. Í minnisblaði FJR vegna þeirra kemur fram að ráðuneytið taki undir þau sjónarmið og leggur til sambærilega undanþágu og samþykkt var árið 2013 fyrir fjármála- og orkufyrirtæki. Þá leggst FJR ekki gegn því ef nefndin færir staðgreiðsluskyldu af greiddum arði til vörsluaðila hlutabréfa frá útgefanda þeirra.