Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hyggst takmarka næturvinnu yngri en 18 ára sjómenn, sem í skýringum við frumvarpsdrögunum eru kallaðir fiskimenn, við 9 klukkustundir og skilyrða að  gilt læknisvottorð þurfi til að starfa á sjó.

Einnig hyggst ráðherrann afnema skilyrði um undanþágur frá reglum um að stýrimaður þurfi að vera um borð í fiskiskipum sem eru undir 15 metrum, sem er stærðin sem miðað er við í krókaaflamarkskerfinu, en hingað til hafa lögin um mönnun áhafna miðast við annars vegar undir 12 metra og hins vegar á bilinu 12 til 24 metrar.

Taka upp erlend skilyrði

Annars veger er um að ræða upptöku samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar inn í íslenska löggjöf. Í þeim frumvarpsdrögum, sem liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvald a, er einnig mælt fyrir um að einkarekin þjónusta sem veiti fiskimönnum skráningar- og ráðningarþjónustu geri það í samræmi við staðlað kerfi.

Í frumvarpinu sem byggir á samþykktinni er auk áðurnefndra takmarkana á næturvinnu ungmenna skilyrt að læknisvottorð fyrir yngri en 18 ára þurfi sem starfi um borð í fiskiskipum þurfi að endurnýja á árs fresti, en annara séu þau gild í tvö ár.

Afnema skilyrði um undanþágu undir 15 metrum

Í hinu frumvarpinu , sem snýst um skilgreiningu smáskipa, sem einnig liggur fyrir í samráðsgáttinni er sagt verið að samræma skilgreiningu þeirra, en meginatriðið er fyrrnefnt afnám skilyrða sem miðast við aðrar lengdir en vísað er í lögum um fiskiskip.

Er þar vísað í lög frá árinu 2013 sem skilyrða báða í krókaaflakerfinu við styttri en 15 metra og minni en 30 brúttótonn. Í öðrum lögum frá árinu 2007 er eru smáskip hins vegar skilgreind sem 12 metrar eða styttri, en í þeim skipum megi skipstjóri jafnframt vera vélarvörður.

Í skipum lengri en 12, en styttri en 24 metrar skuli hins vegar einnig vera stýrimaður og vélarvörður, ef útivera skipsins fer fram úr 14 klukkustundum á hverjar 24 stundir. Ef útiveran er styttri en það geti skipið hins vegar fengið heimild til að vera án stýrimanns, frá mönnunarnefnd, en fari útiveran fram úr því þarf auk vélarvarðar að vera yfirvélstjóri.

Með áformaðri lagasetningu verður ekki lengur þörf að sækja reglulega um undanþágu frá kröfu um stýrimann fyrir smáskip eins og þau eru skilgreind í krókaaflskerfinu.