Flugvélaframleiðandinn Boeing tapaði 1,24 milljörðum dala, eða um 162 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi en til samanburðar þá tapaði félagið 561 milljón dala á fyrsta fjórðungi 2021. Afkoma og sölutekjur voru undi væntingum markaðsaðila á fjórðungnum. Hlutabréf Boeing hafa fallið um meira en 9% frá opnun markaða vestanhafs í dag.

Í frétt Wall Street Journal segir að bakslag í þróun og framleiðslu á risaþotum og í hernaðarverkefnum ásamt vandræðum tengdum aðfangakeðjum og viðskiptaþvingunum á hendur Rússa hafi bitnað á rekstrarniðurstöðunni.

Boeing tilkynnti í dag um seinkun á afhendingu nýju 777X þotanna, sem taka um 400 farþega, fram til ársins 2025 en það er um fimm árum seinna en upphaflega stóð til. Flugvélaframleiðandinn sagðist þó vera skrefi nær því að geta afhent vélar af gerðinni 787 Dreamliner á ný en fyrirtækið eftir að hafa stöðvað afhendingar í október 2020 vegna gæðavandamála.