Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur varað við því að tap félagsins á núverandi rekstrarári, sem lýkur í mars, verði á bilinu 250-450 milljónir evra. Um er að ræða 100-200 milljóna evra, eða 15-30 milljarða króna, verri rekstrarniðurstöðu en félagið hafði áður gert ráð fyrir. Skynews greinir frá.

Ryanair sagði að í kjölfar mikillar aukningar af Covid-smitum, sér í lagi vegna ómíkron-afbrigðisins, hafi fjöldi bókanir í kringum jólin og áramótin skyndilega byrjað að fækka. Flugfélagið hefur brugðist við með aflýsa um 33% af áætlunarflugi sínu í janúar en bíður þó enn með að ákveða hvort fækka eigi flugum í febrúar og mars. Sú ákvörðun verður tekin þegar ítarlegri gögn verða aðgengileg.

Flugfélagið sagði að ákvarðanir franskra og þýskra stjórnvalda um að banna ferðalaga frá Bretland sem og tímabundið bann á öllum flugum í Evrópu til og frá Marokkó hafi haft hvað mestu áhrifin á bókunarstöðuna.

Ryanair gerir ráð fyrir að farþegar í desember verði undir spám og að heildarfjöldi farþega á fjárhagsárinu verði undir 100 milljónum en áður hafði flugfélagið spáð því að farþegar yrðu yfir 100 milljónum.

Hinn litríki forstjóri Ryanair, Michael O‘Leary, sagði við Guardian í síðustu viku að viðbrögð breskra stjórnvalda við nýja afbrigðinu hafi litast af „ofsahræðslu“ (e. panic) og „fávitum“.