Grillbúðin, sem selur grill, aukahluti fyrir grill og ýmsar garðvörur, skilaði 12,8 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 14,7 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 92,6 milljónum króna samanborið við 123 milljónir króna árið á undan. Rekstrartap nam 12,1 milljón í fyrra, samanborið við 14,4 milljóna króna tap árið áður.

Eignir námu tæpum 22 milljónum króna um síðustu áramót og bókfært eigið fé félagsins var neikvætt um 35,4 milljónir króna, en það var neikvætt um 22,6 milljónir króna í byrjun árs 2017. Launagreiðslur til starfsmanna námu 16,9 milljónum króna en árið áður voru launagreiðslur talsvert hærri, en þá námu þær 26,7 milljónum króna. Grillbúðin er alfarið í eigu Einars Long, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins.