Rekstrartekjur Pizzan ehf., sem rekur pítsastaðinn Pizzuna, námu 319 milljónum króna árið 2017, en rekstrargjöld námu 358 milljónum. Rekstrarafkoma félagsins var því neikvæð um 39 milljónir. Afskriftir námu tæpum 10 milljónum og hrein vaxtagjöld rúmum 6 milljónum, endanlegt tap var því 55 milljónir.

Eignir félagsins um síðustu áramót námu 105 milljónum króna og drógust saman um 10% frá fyrra ári, og skuldirnar námu 159 milljónum og hækkuðu um 38% milli ára. Eigið fé var því neikvætt um 53 milljónir króna, samanborið við jákvætt eigið fé upp á 1,8 milljónir króna áramótin áður. Veltufjármunir námu 17,6 milljónum og drógust saman um tæpan þriðjung, en skammtímaskuldir námu 42,4 milljónum, sem er 37% samdráttur. Veltufjárhlutfall var því 0,41 og hækkaði lítillega, úr 0,38 árið áður.

Flatbökukeðjan heldur úti fjórum sölustöðum, tveimur í Hafnarfirði, einum í Kópavogi og einum í Reykjavík, en sumarið 2016 keypti rekstrarfélag Domino's staði félagsins í Ánanaustum og Gnoðarvogi.