Í dag gaf bandaríska flugfélagið American Airlines út uppgjör fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Frá þessu er greint á vef mbl.is .

Meðal þess sem fram kemur í uppgjörinu er að tekjufall fyrirtækisins á tímabilinu sé um 86% samanborið við sama tímabil í fyrra.

Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu kem­ur fram að tap árs­fjórðungs­ins sé rétt ríf­lega tveir millj­arðar Banda­ríkja­dala. Til sam­an­b­urðar var hagnaður af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á öðrum árs­fjórðungi í fyrra og nam hann rétt um 662 millj­ón­um Banda­ríkja­dala. Breyt­ing­una er hægt að rekja til heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

For­stjóri American Air­lines, Doug Par­ker, seg­ir að far­ald­ur­inn hafi haft víðtæk áhrif á rekst­ur­inn. Þannig hafi eft­ir­spurn hrunið á einu auga­bragði. „Þetta hef­ur verið einn erfiðasti árs­fjórðung­ur í sögu fyr­ir­tæk­is­ins.“