Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trónir á toppi lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsfólk hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Halldór Benjamín var að jafnaði með 4.268 þúsund krónur í laun á mánuði miðað við greitt útsvar.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), situr í öðru sæti listans með rétt undir 4 milljónir króna á mánuði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fylgir henni á eftir í þriðja sætinu með 3,3 milljónir á mánuði.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá stéttarfélaginu Eflingu, er í fimmta sæti listans með 2,5 milljónir á mánuði að jafnaði á síðasta ári. Í janúar síðastliðnum lét Stefán af störfum sem prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands eftir 40 ára starf.

Tekjur tíu hæstu á mánuði að jafnaði í þúsundum króna:

  1. Halldór Benjamín Þorbergsson, frkvstj. SA – 4.268
  2. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frkvstj. SFS – 3.955
  3. Sigurður Hannesson , frkvstj. Samt. Iðn. – 3.301
  4. Pétur Þorsteinn Óskarsson, frkvstj. Íslandsstofu – 2.607
  5. Stefán Ólafsson, fv. próf, við HÍ og sérfr. hjá Eflingu – 2.526
  6. Karl Björnsson, frkvstj. Samb. ísl. sveitarf. – 2.416
  7. Þórey S. Þórðardóttir, frkvstj. Landssamt. lífeyrissj. – 2.274
  8. Guðjón Ármann Einarsson, fv. frkvstj. Fél. skipstjm. – 2.172
  9. Friðbert Traustason, form. Samt. starfsm. fjármfyrirtækja – 2.165
  10. Birgir B. Sigurjónsson, fv. fjármálastj. Reykjavíkurborgar – 2.092

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .