Lækningavörufyrirtækið Kerecis tapaði 34 milljónum króna á síðasta ári og jókst tap félagsins um 14 milljónir frá árinu 2017. Sölutekjur félagsins námu 136 milljónum króna og ríflega tvöfölduðust á milli ára en fram kemur í ársreikningi félagsins að 127 milljónir af sölu þess eigi sér stað erlendis.

Tap fyrir eignfærðan þróunarkostnað og afskriftir nam 121 milljón en eignfærður þróunarkostnaður nam 70 milljónum króna. Eignir félagsins námu 1.456 milljónum í árslok en eiginfjárhlutfall var 48,5% og lækkaði um 38 prósentustig milli ára.