Hlutabréfaverð í afþreyingarfyrirtækinu Tenecent Music Entertainment lækkaði í gær þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins á örðum ársfjórðungi hafi farið fram úr væntingum. Frá þessu er greint á vef Investor´s Business Daily .

Tekjur fyrirtæksins jukust um 33% milli ára en tekjur fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi voru 859 milljónir dollara en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 843 milljónum dollara.

Á þessum ársfjórðungi hafði Tenecent fleiri en 31 milljónir áskrifenda en fyrirtækið er með fjögur smáforrit í Kína sem sjá áskrifendum fyrir tónlist, og hefur félaginu verið líkt við Spotify Kína. Er það að stórum hluta í Eigu Tencent Holdings, en er sjálfstætt hlutafélag.