Líkur hafa minnkað á frekari lækkun stýrivaxta á komandi mánuðum að mati greiningar Íslandsbanka. Ástæðuna telur greiningin vera að verðbólgumælingar Hagstofunnar sýnt öllu meiri verðbólgu en Seðlabankinn vænti í síðustu spá sinni og teljum við að svo verði áfram næstu mánuði.

Þar kemur til að hækkunartaktur á íbúðamarkaði hefur reynst lífseigari en margir væntu þótt hann hafi verið mun hóflegri undanfarna mánuði en fyrir ári síðan. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað nokkuð bæði ef litið er til verðbólguálags á skuldabréfamarkaði og nýlegrar könnunar á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Í ofanálag hafi óvissa um þróun á vinnumarkaði aukist í ljósi umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar.

Þá segir greiningin einnig að nefndarmenn peningastefnunefndar hafi verið einróma um að fyrirkomulag innflæðishafta yrði óbreytt að sinni.