Stærsta smásölukeðja Bretlands, Tesco hyggst segja upp 1.200 starfsmönnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Fjöldi þeirra sem verður sagt upp jafngildir fjórðungi af heildarstarfsmönnum á höfuðstöðvanna. Uppsagnirnar eru hluti af áætlun fyrirtækisins um að skera niður um 1,5 milljarð punda í rekstri sínum. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Uppsagnirnar koma í kjölfarið á því að Tesco tilkynnti í síðustu viku um að fyrirtækið hygðist loka þjónustuveri sínu í Cardiff og segja þar með upp 1.200 manns. Gengi hlutabréfa Tesco hafa hækkað um 1,5% það sem af er degi eftir að hafa lækkað um 17% frá byrjun árs.

Tesco segir aðgerðirnar vera stórt skerf í áttina að endurskipulagningu fyrirtækisins. Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins á nýtt þjónustulíkan að einfalda skipulagningu fyrirtækisins, draga úr tvíverknaði og lækka kostnað. Síðast en ekki síst eiga breytingarnar að veita fyrirtækinu tækifæri til að þjónusta viðskiptavini sína enn betur.