Það tekur forstjóra þeirra hundrað fyrirtækja sem mynda bresku FTSE 100 vísitöluna (sem er vísitala yfir 100 stærstu fyrirtækin sem skráð eru í kauphöllina í London) innan við þrjá daga að þéna meðalárslaun starfsmanna sinna. BBC greinir frá þessu.

Þeir forstjórar sem sneru aftur til vinnu 2. janúar höfðu því undir lok hefðbundins vinnudags í gær (mánudag) þénað meira en meðalárslaun starfsmanna sinna, en meðallaunin nema 29.559 pundum á ári eða sem nemur um 4,8 milljónum króna.

Samkvæmt þeim gögnum sem ofangreindar upplýsingar byggja á, voru meðalárslaun hvers FTSE 100 forstjóra að tæplega þrjár og hálfa milljón punda árið 2018, eða sem nemur 901,3 pundum á hvern klukkutíma.