Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sagt af sér embætti. Frá þessu er greint á vef BBC. Hún segist sjá mikið eftir því að hafa ekki náð að keyra Brexit í gegn og segist vona að arftaki hennar muni ná breiðri samstöðu um málið.

May stefnir á að láta af embætti þann 7. júní næstkomandi. Hún tók við forsætisráðherraembættinu af David Cameron fyrir þremur árum síðan þegar Cameron sagði af sér vegna niðurstöðu Brexit atkvæðagreiðslunnar.