Föstudaginn þann 3. mars verður haldinn aðalfundur Icelandair Group. Í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar kemur fram hvaða aðilar eru í framboði til stjórnar Icelandair Group. Í stjórnina hljóta fimm brautgengi, sex eru í framboði;

  • Ásthildur Margrét Otharsdóttir : Situr í stjórn Icelandair Group og starfar sem sjálfstæður ráðgjafi. Ásthildur vann meðal annars hjá Össuri og Kaupþing.
  • Georg Lúðvíksson: Stofnaði Meniga árið 2009 og er starfandi forstjóri fyrirtækisins. Vann meðal annars hjá LazyTown áður.
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir: Situr í stjórn Icelandair Group. Katrín Olga er stjórnarformaður Já ehf. og er formaður Viðskiptaráðs.
  • Ómar Benediktsson: Ómar er framkvæmdastjóri Farice. Var á tíma varaformaður Icelandair og sat í stjórn félagsins á árunum fyrir hrun.
  • Tómas A. Tómasson: Betur þekktur sem Tommi í Hamborgarabúllunni. Er einn eigenda og stofnenda Hamborgarabúllu Tómasar.
  • Úlfar Steindórsson: Varaformaður stjórnar Icelandair Group. Forstjóri Toytota á Íslandi.

Þrír af þessum aðilum sitja nú þegar í stjórn félagsins þau Ásthildur Margrét, Katrín Olga og Úlfar Steindórsson. Stjórnarkjör fer fram með margfeldiskosningu.