Stærsti hluthafi kísilversins á Bakka við Húsavík, þýska félagið PCC SE, hyggst leggja félaginu til um fimm milljarða króna í aukið fjármagn til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Þetta hefur mbl.is eftir Ómari Erni Tryggvasyni eins forsvarsmanns Bakkastakks, sem á 13,5% hlut í PCC BakkiSilicon á móti 86,5% eignarhlut þýska félagsins.

Eins og sagt var frá í fréttum í morgun , munu íslensku lífeyrissjóðirnir sem eiga Bakkastakk á móti Íslandsbanka, ekki leggja félaginu til aukið fjármagn í bili, en stefnt var að fundi með hluthöfum í næstu viku vegna stöðu félagsins.

Viðskiptablaðið sagði frá því í sumar að félagið þyrfti aukið fjármagn vegna mikilla tafa sem hefðu orðið á starfsemi kísilversins. Þrálátra vandræði í hreinsivirki verksmiðjunnar leddu til stöðvunar og hægari afkasta í ofnum félagsins. Kísilverið var hins vegar gangsett formlega í byrjun maí þarsíðasta sumar, en lokafrágangur þess tók um ári lengur en ætlað var eða fjögur ár.

Fjármagnið frá þýska félaginu verður lagt fram í formi hluthafaláns, en auk hlutafjársins hafa þrír lífeyrissjóðir auk Íslandsbanka, það er Gildi, Stapi og Birta, lagt félaginu til 7,8 milljarða í formi breytilegs skuldabréfs.