Gengi hlutabréfa breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook lækkaði um 28% í kauphöllinni í London í dag eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun. Félagið gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins muni nema 280 milljónum punda en það lækkun upp á 53 milljónir frá því í júlí. BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu frá Thomas Cook kemur fram að margir viðskiptavinur þess hafa margir viðskiptavinir fyrirtækisins látið það vera að panta sér utanlandsferðir frá Bretlandseyjum og hafi þess í stað ákveðið að njóta hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir í sumar. Samkvæmt fyrirtækinu varð þetta til þess að félagið veitti hærri afslætti en venjulega í ágúst og september.

Hlutabréfaverð félagsins hefur nú lækkað um 55% það sem af er þessu ári.