Þóranna Hrönn Þórsdóttir hefur verið ráðin til starfa á framkvæmdasvið Tryggja ehf. sem sérfræðingur mannauðsmála. Helstu verkefni hennar eru ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks, ráðningar, fræðsla, mótun starfsmannastefnu, greining mannauðsgagna og umsjón með frammistöðumati og ánægjukönnunum. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Þóranna hefur gegnt ýmsum störfum tengdum mannauðsmálum hjá Icelandair hótelum, Ölgerðinni og nú síðast hjá RÚV. Þóranna gegndi einnig stöðu verkefnastjóra CRANET, alþjóðlegrar rannsóknar á sviði mannauðsmála, ásamt því að starfa sem kennari og aðstoðarkennari í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Þóranna er með MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.

„Starfsemi Tryggja hefur tekið nokkrum breytingum undanfarið þar sem verkefnin verða sífellt fjölbreyttari. Ráðning Þórönnu er þannig mikilvægur liður í að styrkja starfsemina og mannauð fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.