Vogunarstjóðurinn Bridgewater Associates hefur aukið skortstöðu sína í ítölskum fyrirtækjum úr milljarði bandaríkjadala í þrjá milljarða. Í frétt á vef Bloomberg segir að sjóðurinn hafi undanfarna þrjá mánuði í auknum mæli tekið skortstöðu í fyrirtækjum á Ítalíu, aðallega fjármálafyrirtækjum.

Ástæðan er meðal annars sögð vera áhyggjur vegna kosninga sem verða á Ítalíu 4. mars. Kannanir benda til að enginn muni vinna afgerandi sigur í kosningunum, sem dregur úr líkum á að ráðist verði í nauðsynlega endurskipulagningu á fjármálakerfinu þar í landi.