Lykill Fjármögnun hefur ráðið til sín þrjá nýja sérfræðinga. Í tilkynningu frá Lykli segir að markmið ráðninganna sé að styðja við vöxt félagsins á markaði sem og að undirbúa viðskiptabankastarfsemi félagsins.

Helgi Þór Ágústsson

Helgi Þór er sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Lykli. Hann hefur yfir 13 ára reynslu sem forritari og ráðgjafi á sviði hugbúnaðargerðar með áherslu á lausnir fyrir fjármálakerfi. Hann er sérfræðingur í SAP hugbúnaðarlausnum. Helgi starfaði áður hjá Íslandsbanka og þar áður m.a. hjá Applicon, Nýherja og fleirum. Helgi er menntaður vélaverkfræðingur með BS gráðu frá HÍ og meistaragráðu frá Danmarks Tekniske Universitet.

Arnar Geir Sæmundsson

Arnar er forstöðumaður fjárstýringar hjá Lykli, en undanfarin ár hefur hann starfað hjá Arctica Finance og áður HF Verðbréfum við miðlun verðbréfa, greiningu hluta/skuldabréfamarkaðar og við ýmis fjármögnunarverkefni fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Hann er með meistaragráðu í fjármálum frá London Business School sem og BS próf í fjármálaverkfræði frá HR og að auki lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Brynjar Harðarson

Brynjar er sérfræðingur í áhættustýringu hjá Lykli. Brynjar er með BS próf í fjármálaverkfræði frá HR og meistarapróf í fjármálum frá Háskólanum í Lundi. Hann hefur tíu ára reynslu sem sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu.