Þrjú þúsund laus störf voru á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi, sem er fækkun um 1.500 laus störf frá sama tíma fyrir ári, að því er fram kemur í starfaskrá Hagstofu Íslands .

Hins vegar voru 204.400 störf mönnuð á þriðja ársfjórðungi þessa árs, svo hlutfall lausra starfa var því 1,5%, sem er lækkun um 0,4 prósentustig milli ára á tímabilinu.

Mannaðar stöður eru nú 32.700 færri en á þriðja ársfjórðungi 2019, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok síðasta mánaðar er atvinnuleysið komið í ríflega 6%.

Það þýðir að 12.400 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit í ágúst sem er 1,6 prósentustigum hærra en ári fyrr.

Borið saman við annan ársfjórðung 2020 fjölgaði lausum störfum um 400. Fjöldi mannaðra starfa jókst um 5.700 störf á milli ársfjórðunga og hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,2 prósentustig.