Það er augséð af mælingum á lestri netmiðila, að 2020 hefur verið viðburðaríkt ár. Línurnar yfir meðalnotendur þeirra á dag voru frekar rólyndislegar á síðasta ári, en eftir hefðbundna niðursveiflu um hátíðarnar færðist fjör í leikinn, sem náði hátindi um miðjan mars, í takt við heimsfaraldurinn.

Ætli það megi ekki fagna því að lesturinn hefur færst í fyrra horf? Hins vegar má sjá að Moggi og Vísir fylgjast ákaflega jafnt að, þó lesturinn á mbl.is sé á sinn hátt dýpri enda fleiri fréttir þar. Notkun hinna vefjanna sýnir hins vegar að þeir eru mjög á sama stað og fyrr. Í bili altjent, svona fram að næstu stórfréttum.