Ólafur Arnarson, sem sagði af sér sem formaður Neytendasamtakanna í gær, segir í viðtali við Fréttablaðið að undanfarin ár hafi rekstur samtakanna verið neikvæður. Velta samtakanna hafi numið sjötíu milljónir á ári en að útgjöld hafi verið örfáum milljónum meiri. Hann útilokar ekki að snúa aftur og telur rétt að kjósa á stjórnina á ný.

Hann tók enn fremur fram að vandi samtakanna felist ekki í útgjöldunum heldur tekjuöflun þeirra. „Undanfarin ár hafa samtökin nánast verið á líknardeild,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir einnig að nánast frá upphafi hafi verið samskiptaörðugleikar innar stjórnarinnar. Ólafur tók við stöðu formanns stjórnar í fyrra.

Deilurnar snerust um skuldbindingar sem stjórnir sakar Ólaf um að hafa gert í óþökk og án vitundar annarra stjórnarmanna, það er samning um smáforritið Neytendann, kjör Ólafs og bílaleigubíl handa honum. Ólafur segir að bæði stjórnin og fjármálastjóri hafi verið metvituð um hvað stóð til að hverju sinni, en að það hafi verið lítill vilji til að sætta ólík sjónarmið.