Verð á jólatrjám hefur hækkað um 17% á síðustu tveimur árum Vestanhafs. Ástæðan er sögð vera að þúsaldarkynslóðin svokallaða vilji fremur grenitré sem uxu nálægt sinni heimabyggð fremur en gervitré úr plasti að því er Bloomberg greinir frá.

Eftirspurnin eftir náttúrulegum jólatrjám hafði dregist saman undanfarin ár þar sem kynslóðin sem fæddist í eftir seinni heimsstyrjöld (e. baby boomers) skipti út náttúrulegum jólatrjám fyrir gervitré þegar börnin fluttu að heiman.

Meðal jólatréð hækkaði úr 64 dollurum, árið 2015 í 64 dollara árið 2017, sem samsvarar um 7.900 krónum miðað við núverandi gengi krónunnar. Búist er við að verðið verði áþekkt fyrir þessi jól og í fyrra.