Það kom mörgum á óvart að tæplega 2% hagvöxtur hafi mælst á síðasta ári. Sér í lagi í ljósi þess að Wow air féll í mars og í kjölfarið fylgdi talsverður samdráttur í ferðaþjónustunni. Hagvöxtur ársins 2019 var þó var helmingi minni hagvöxtur en árið 2018.

Í fjármálaáætlun áranna 2021-2025, sem birt var í gær er bent á að hagvöxt ársins 2019 megi að stærstu leyti skýr með útflutningur hugverka í lyfjaiðnaði innan sömu samstæðu. Án þess hefði hagvöxtur ársins mælst hverfandi. Ekki kemur fram um hvaða lyfjafyrirtæki ræði.

Fjármálaætlunin byggir á hagspá Hagstofunnar sem spáir 7,6% samdrætti á þessu ári en 3,9% hagvexti á næsta ári og 3,1% hagvexti

Írar lengi í vanda með hagvaxtartölur

Íslendingar eru langt því frá eina þjóðin sem þurft hefur að kljást við áhrif tilfærslna hugverka innan samstæðna á landsframleiðslu. Árið 2016 mældist til að mynda 26% hagvöxtur á Írlandi, einna helst vegna tilfærslna tekna innan alþjóðlegra stórfyrirtækja sem olli því að óefnislegar eignir uxu hratt. Fjölmörg erlend stórfyrirtæki eru með skráð aðsetur þar vegna hagstæðrar skattalöggjafar í landinu. Fjölmiðlar bentu á að ef hagvöxturinn héldi áfram með sama hraða yrði írska hagkerfið stærra en það kínverska á ríflega áratug.