Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi frá sér tillögur í gær til forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, að nýju samkomulagi um útgöngu landsins úr ESB. Boris vill að leiðtogar sambandsins verði búnir að ákveða, ekki síðar en á mánudaginn kemur, hvort þeir vilji hefja samningaviðræður á grundvelli tillaganna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar leggur Boris til að Norður-Írland verði áfram í innri markaði ESB fyrir vörur í fjögur ár eftir 31. desember á næsta ári, þegar aðlögunartímabili útgöngu Bretlands úr ESB á að ljúka. Hins vegar myndi landið ekki vera áfram í tollabandalagi Evrópusambandsins.

Enn fremur þurfi niðurstaða að koma í ljós sem fyrst til þess að Bretland geti gengið úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Ef niðurstaðan muni ekki liggja fyrir í tæka tíð muni Bretland ganga úr ESB án samnings þann dag. Í tillögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þing Norður-Írlands hafi loka orðið um samninginn sem væri sex mánuðum áður en aðlögunartímabilinu lýkur í lok næsta árs.