Finnur Breki Þórarinsson, hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google, situr í efsta sæti á lista Tekjublaðs Frjálsrar Verslunar yfir tekjuhæstu verkfræðinga landsins. Finnur Breki var að jafnaði með 4,8 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári miðað við greitt útsvar.

Á eftir Finni kemur Daði Kárason, tæknistjóri (CTO) hjá LS Retail, með nærri 4,7 milljónir á mánuði. Kjartan Gíslason, verkfræðingur hjá Skovly ehf., er með tæplega 3,7 milljónir.

Enginn kona kemst í efstu tíu sætin. Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur hjá Eflu, er eina konan sem nær inn á efstu fimmtíu sætin en hún situr 30. sæti með 1,8 milljónir á mánuði.

Tekjur tíu hæstu á mánuði að jafnaði í þúsundum króna:

  1. Finnur Breki Þórarinsson, hugbúnaðarverkfr. – 4.829
  2. Daði Kárason, verkfr. LS Retail – 4.671
  3. Kjartan Gíslason, verkfr. Skovly ehf. – 3.695
  4. Sveinn Áki Sverrisson véltæknifr. VSB verkfræðist. – 3.310
  5. Sigurður R Ragnarsson, verkfr. ÍAV – 3.169
  6. Guðmundur Þór Jóhannsson, netsérfr. Sensa – 2.920
  7. Sigþór Einarsson, hagverkfr. – 2.880
  8. Grétar Jónsson, véliðnfr. Reykjavík – 2.848
  9. Stefán Eiríks Stefánsson, verkfr. Kviku – 2.784
  10. Daníel Fannar Guðbjartsson, tölfr. deCode – 2.487

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .