Tóbaks­risinn Philip Morris, sem er hvað þekktastur fyrir að fram­leiða Marl­boro sígaretturnar, hefur gert samning um að kaupa Vextura Group fyrir 1,24 milljarða dollara, um 153 milljarðar króna. Guar­dian greinir frá.

Vextura er breskt fyrir­tæki sem fram­leiðir lyf við öndunar­færasjúk­dómum líkt og astma og er einnig með öndunar­færa­lyf við CO­VID-19 í þróun. Kaupin eru sögð liður í nýrri stefnu Philip Morris en fé­lagið stefnir að því að um milljarður af tekjum fé­lagsins komi annars staðar frá en nikó­tíni árið 2025.

Fyrir­tækið hefur undan­farið verið að leita að nýju tekju­flæði í kjöl­far breyttra neyslu­hátta og minni reykinga. Til þessa hefur Philip Morris eytt tæp­lega 5,8 milljörðum dollara til þess að breikka vöru­úr­val sitt í átt að heilsu­sam­legri vörum og lyfjum.

Lausnir Vextura eru sögð munu verða uppi­staðan í lausnum Philip Morris við öndunar­færasjúk­dómum. Áður hafði fé­lagið sam­þykkt að vera keypt af Car­lyle, banda­rískum vogunar­sjóð, en því var hafnað í kjöl­far hærra boðs frá Philip Morris.