Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda en Skúli Eggert Þórðarson lét af embættinu í lok janúar. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi er meðal umsækjenda. Eftirfarandi tólf einstaklingar gáfu kost á sér:

  • Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum
  • Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi
  • Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur
  • Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur
  • Guðmundur Björgvin Helgason stjórnmálafræðingur
  • Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi
  • Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi
  • Jón Magnússon, viðskiptafræðingur
  • Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi
  • Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur.

Sjá einnig: Ríkisendurskoðandi sé löggildur

Í tilkynningu á vef Alþingis kemur fram að undirnefnd forsætisnefndar hafi skipað ráðgjafarnefnd sem verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi.

Ráðgjafanefndina skipa Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Katrín S. Óladóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og framkvæmdastjóri Hagvangs, og Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.