Segja má að snjallsímar séu komnir í hvers manns vasa, en með þeim er almenningur kominn með öfluga tölvu og samskiptatæki ávallt innan seilingar, sem nota má nánast hvar sem er á byggðu bóli.

Það er kannski frekar spurning hvers vegna apparatið kallast sími frekar en eitthvað annað, þar sem fyrir liggur að fólk notar símann í mun meiri mæli til alls konar annarar notkunar en hefðbundinna símtala. Líkt og sjá má að ofan, en þar má sjá helsta notagildi snjallsíma, annað en til símhringinga. Þar er fréttalestur ofarlega á blaði, en flestir hafa tileinkað sér snjallsíma sem leiðsagnartæki.

Á næstu árum mun vegur fjártækni aukast til muna og margvísleg skilríki, farmiðar og þess háttar munu að líkindum hverfa inn í „símana“.