Ekki þarf að orðlengja hvernig netið hefur breytt úr sér eða öll sú tækni, sem siglt hefur í kjölfarið. Snjallsímar og skyld tækni eru þar fyrirferðarmest, en með í floti eru fyrirbæri eins og félagsmiðlar. Auðvitað má segja að hlutverk þeirra sé helst að ánetja fólk sem neytendur, en áhrif þeirra og hinnar nýju tækni eru víðtækari.

Ekki síst hvað það varðar að gefa fleirum kost á að nálgast það allsnægtaborð, ekki aðeins sem neytendur, heldur einnig sem veitendur og miðlarar. Þar skipta snjallsímar sköpum, því það eru þeir sem hafa hleypt jaðarhópum Vesturlanda og þróunarheiminum í hina nýju netheima. Að sumu leyti hafa þeir tileinkað sér þá örar en hinar velmegandi stéttir Vesturlanda.

Nú eru um 43% jarðarbúa á netinu. Eftir 20 ár verður það nær 83%.