Hlutfallsleg notkun hinna ýmsu gerða bandarískra fjölmiðla í samanburði við hlutfallslegar auglýsingatekjur eru fróðlegar. Ekki síst þó þegar þróunin undanfarin níu ár eru skoðuð. Þar hefur orðið umbylting á auglýsingamarkaði.

Oft er nokkur munur á athygli neytenda og auglýsingaútgjöldum. Það endurspeglar ekki endilega ójafnvægi, prentauglýsingar eru varanlegri en útvarpsauglýsingar meira í núinu. En að 3/4 auglýsingahlutdeildar prentmiðla gufi upp á 10 árum er hamförum líkast.

Markaðurinn á Íslandi er ekki eins, hlutdeild netmiðla t.d. mun minni. En hneigðin er hin sama.