Það eru ekki miklar sviptingar í áhorfi íslenskra sjónvarpsstöðva, þó vissulega megi greina nokkurn mun milli vikna þegar um sérstaka sjónvarpsviðburði er að ræða.

Það sem helst má þar greina er hve Sjónvarpi Símans hefur orðið ágengt við að afla sér og halda markaðshlutdeild að undanförnu. Eins er eftirtektarvert að þrátt fyrir yfirburði Ríkissjónvarpsins (að ofan er samanlagt áhorf RÚV og RÚV 2), þá er munurinn á aldurshópum töluverður. Ískyggilegur nánast, en þar virð­ ist svipaðrar hneigðar gæta og í hljóðvarpi — í mun minni mæli þó — að eldri kynslóðin er Ríkisútvarpinu mun hollari hópur, en yngri hópurinn leitar í mun meiri mæli á náðir einkastöðvanna. Og enn sem fyrr vantar hér alveg erlendu netsjónvarpsstöðvarnar.