Samtökin Blaðamenn án landamæra (Reporters Sans Frontières) taka árlega saman stöðu fjölmiðlafrelsis og öryggis blaðamanna í um 180 ríkjum heims. Ástandið að þessu leyti hefur haldið áfram að versna, einkum vegna aukinnar tilhneigingar harðstjóra til þess að þjarma að blaðamönnum, beint og óbeint. „Öruggum löndum“ fækkar enn.

Í fimm efstu sætunum eru Noregur, Finnland, Svíþjóð, Holland og Danmörk, en Ísland er í 14. sæti, Það var einu sæti ofar 2013, en féll þrátt fyrir að hafa raunar hækkað í einkunn og er enn í hópi fremstu ríkja heims að þessu leyti.