Dómur gekk í Bretlandi fyrir skömmu þar sem fundið var að vinnubrögðum BBC vegna húsleitar, sem gerð var hjá Sir Cliff Richard vegna ásakana um kynferðisbrot. BBC var talið hafa gengið allt of langt í þrýstingi á lögregluna og ágangi á friðhelgi Sir Clif.

Margir hafa látið í ljós áhyggjur af afleiðingum þessa á frjálsa fjölmiðlun, en skoðanakönnun leiðir í ljós að almenningur telur nokkuð skýrar línur vera um það hvenær greina megi frá nafni ætlaðra brotamanna. Sumsé að dæmda megi skilyrðislaust nefna, blendnari skoðanir eru ef búið er að gefa út ákæru, en fyrir það telja fæstir rétt að nefna nöfn.