Oftlega er hér fjallað um breytt fjölmiðlamynstur vegna þess hvernig netmiðlar hafa rutt sér til rúms. Gjarnan með þeirri afleiðingu að hinum hefðbundnari miðlum þykir nóg um, horfa á eftir lesendum og tekjum til nýju miðlanna.

Það er því eilítið athyglisvert að skoða áætlanir um auglýsingatekjur vestanhafs, á stærsta auglýsingamarkaði heims. Sem sjá má hafa auglýsingatekjur hefðbundnu miðlanna staðið í stað, en tekjur stafrænu miðlanna (ekki aðeins fjölmiðlar á netinu) eru hrein viðbót, sem aukist hefur jafnt og þétt, en nam um 70 milljörðum dala árið 2016, sem eru um 37% allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum.