Hagstofan birti nýverið tölur um tekjur fjölmiðla en þegar horft er á þróun þeirra eftir gerð miðla kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Sumt fyrirsjáanlegt, annað flóknara.

Fáum kemur sjálfsagt á óvart að vefmiðlar hafi mjög sótt í sig veðrið og prentmiðlar dalað, en ef við horfum hjá bólutekjunum kemur á daginn að fall fréttamiðla á prenti er ekki nándar jafnmikið og margur myndi telja. Á hinn bóginn er tekjuhrun á tímaritamarkaði áþreifanlegt.

Einhverjum kemur sjálfsagt á óvart hvað ljósvakamiðlarnir hafa siglt lygnan sjó að þessu leyti, hvað sem líður barminu öllu. Hið sama á raunar við um heildartekjur allra miðla.