Þrátt fyrir umhleypingar í fjölmiðlum á undanförnum árum hefur útvarpshlustun mjög haldið hlut sínum í flestum Vesturlöndum.

Útvarpshlustun hefur víða mjög dvínað í heimahúsum og vinnustöðum, en á móti kemur að hún hefur síst rénað úti í umferðinni. Vestur í Bandaríkjunum hlusta þannig um 90% á útvarp einhvern tímann í vikunni.

Greina má örlítið minni hlustun síðustu ár, en ekki sem neinu nemur. Hins vegar er fróðlegt að sjá hve mjög útvarpshlustun á netinu hefur aukist, bæði á hefðbundinni dagskrá og hlaðvarpi (e. podcast). Það er hrein og mikil viðbót.