Þegar horft er til tölfræði Gallup um útvarpshlustun er það hinn ótrúlegi munur á hlustunarmynstri aldurshópanna. Hann er raunar fremur gróft mældur í samræmi við markhópaskiptingu auglýsenda, en skífan til vinstri sýnir skiptingu meðal velflestra hlustenda, en til hægri er aðeins horft til eftirsóknarverðasta neysluhópsins frá 12-49 ára.

Nær allur munurinn felst í hlustun á Rás 1 Ríkisútvarpsins, en í yngri hópnum nemur hann aðeins 3,3%; helmingi færri en hlusta á FM957. Vera má að áhugi á Rás 1 aukist eftir því sem árin færast yfir, en hitt hlýtur að vera RÚV áhyggjuefni, að hlustendurnir séu einfaldlega að deyja út.