Traust til frétta og fréttamiðla hefur mikið minnkað á liðnum árum, líkt og segja má um margar helstu stofnanir þjóðfélagsins aðrar, ekki aðeins á Íslandi, heldur víðast hvar í hinum þróaða heimi. Útlit er þó fyrir að traustið sé hætt að minnka. Könnun Reuters-stofnunarinnar meðal 74.000 manns í 37 ríkjum heims sýnir hins vegar að traustinu er misskipt.

Almennt treystu aðeins 44% fréttum almennt, en talsvert fleiri reiddu sig á þá miðla, sem fólk notaði sjálft að staðaldri. Hins vegar er sláandi að flestir svarenda virðast meðvitaðir um falsfréttir, því innan við fjórðungur treystir fréttum á félagsmiðlum.