Tölvuárás sem gerð var á breska þingið í dag og í gærkvöldi, lamaði tölvupóstkerfi þingsins svo þingmenn gátu ekki komist inn í tölvupóst ef þeir voru staðsettir utan bygginga þingsins. Lokunin á tölvupóstkerfið var gerð í varúðarskyni til að koma í veg fyrir að veiran sem notuð var í árásinni myndi dreifa sér. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Talskona breska þingsins sagði í dag að óviðkomandi aðilar hafi gert tilraunir til að komast inn í netkerfi þingsins. Bætti hún við að rannsókn væri hafin á því hvað hefði átt sér stað og unnið væri að því að tryggja öryggi allra aðganga og kerfa. Árásinn kemur einungis þremur dögum eftir að tölvuþrjótar reyndu að selja lykilorð þingmanna á rússneskri netsíðu.

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 12.0px 'Helvetica Neue'; -webkit-text-stroke: #000000} span.s1 {font-kerning: none}