Gríðarlega umsvifamikil tölvuárás sem nýtir tækni sem talið er að hafi verið stolið frá bandaríska þjóðaröryggisstofnunni hefur látið til skarar skríða gagnvart stofnunum víða um heim.

Tölvuöryggisfyrirtækið Avast segir að nú þegar hafi það séð 75 þúsund dæmi um tölvuvírusinn, sem þekktur er undir nafninu WannaCry og tilbrigðum við það nafn, út um allan heim.

Á sama tíma og fundur G7 ríkjanna um netöryggismál

Árásin er gerð á sama tíma og fjármálaráðherrar frá sjö ríkustu ríkjum heims hafa verið að hittast í Ítalíu til að ræða hættuna af tölvuárásum á fjármálakerfi heimsins. Þó er talið að hann hafi farið af stað þegar tæknibloggari birti frétt þess efnis að vírusinn virtist vera að leita að heimasíðu sem ekki var búið að skrá, en þegar hann hafði skráð hana, hætti vírusinn að dreifa sér.

Vírusinn virðist hafa dreifst á milli tölva, ekki með því að treysta á að fólk smelli á sýkt skjöl til dæmis í tölvupóstum heldur hafi vírusinn getað greint hvaða tölvur væru viðkvæmar og ráðist á þær. Nýtti hann að mati sumra sérfræðinga veikleika í Microsoft kerfum sem NSA hafði greint og gefið nafnið EternalBlue. Tölvuþrjótahópurinn Shadow Brokers stal tækninni frá NHS og birti opinberlega í apríl, sem mótmæli gegn Donald Trump.

Gaf Microsoft út viðbót í mars til að loka fyrir veikleikann, sem hefði átt að stöðva tölvur með sjálfvirka uppfærslu frá því að sýkjast.

Heilbrigðisstofnunanir veikar fyrir árásum

Hafa tilkynningar um árásir borist frá 99 löndum, þar á meðal frá Rússlandi og Kína, og hefur skaðinn verið einna verstur hjá heilbrigðisstofnunum víða um heim, og nefnir BBC hina gríðarlegu ríkisheilbrigðisstofnun þar í landi, NHS, sem dæmi um stofnun sem hafi farið hvað verst út úr árásinni.

Sem dæmi þá voru um 40 stofnanir á vegum NHS undir áhrifum árásarinnar og voru margar aðgerðir og tímar til að mynda aflýst. Vírusinn sem fór hratt af stað á föstudag og lokuðu tölvum einni af annarri, þar sem kom skjár sem krafðist lausnargjalds upp á 300 Bandaríkjadali í Bitcoin fyrir að losa um skjölin á tölvunum.

Rússland einna verst úti

Hafa jafnframt borist fréttir þess efnis að flestar árásir hafi orðið í Rússlandi, þar sem bankar, innanríkis og heilbrigðisráðuneytið, rússneska ríkislestarkerfið og næst stærsta farsímakerfi landsins urðu fyrir árásum. Tilkynnti rússneska innanríkisráðuneytði að þó 1.000 af tölvum þess hefði verið sýktar, hefðu engar viðkvæmar upplýsingar verið í hættu.

Á Spáni voru mörg fyrirtæki sýkt, þar á meðal farsímarisinn Telefonica, orkufyrirtækið Iberdrola og orkuveitan Gas Natural. Einnig hafði árásin áhrif á franska bílaframleiðandann Renault, Telecom í Portúgal, bandaríska flutningafyrirtækið FedEx og sveitarstjórnir í Svíþjóð sem dæmi.