Traust til fjölmiðla er afar mismunandi í löndum Evrópu, allt frá 62% í Portúgal til 26% í Grikklandi. Það er athyglisverð (en óvísindaleg) ábending að traust almennings á fjölmiðlum er í nokkuð öfugri fylgni við uppgang pópúlistaflokka í hinum einstöku löndum, þó þar að baki búi vitaskuld mjög misjafnar aðstæður og orsakasamhengið mjög á huldu.

Samsvarandi tölur liggja ekki fyrir á Íslandi, en þar hefur traust til einstakra miðla verið reglulega mælt af MMR. Aðferðafræðin kann að vera önnur, en hér er miðgildi trausts á fjölmiðlum 27%, sem þá skilaði Íslandi í næstneðsta sæti.