Fráfarandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur lagt bann við greiðslufærslur í gegnum átta kínversk smáforrit á bandarískri grundu. Þar á meðal er Alipay, sem er útbreidd greiðslulausn sem boðið er upp á víða um heim, en einnig greiðslulausnir á borð við QQ Wallet og WeChat Pay. BBC greinir frá.

Bannið mun taka gildi eftir 45 daga og er bannið réttlætt með því að umrædd smáforrit séu ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Ógnin felist í því að smáforritin geti verið notuð til að greina ferðir og safna upplýsingum um starfsmenn bandaríska ríkisins.

Bannið mun taka gildi er Trump hefur horfið frá völdum sem forseti Bandaríkjanna.