Opnið þessa stóru og fallegu verksmiðju núna strax. Lokið verksmiðjum í Kína og Mexíkó, þar sem þið fjárfestuð stórfé fyrir Trump-tímann (e. pre-Trump), en ekki í Bandaríkjunum. Störfin heim!” skrifar Trump á Twitter í gær, að því er New York Times greinir frá.

Orðunum var beint til bandaríska bílaframleiðandans General Motors sem stöðvaði framleiðslu í verksmiðju sinni í í Lordstown Ohio á dögunum. Tæplega 1.500 starfsmenn störfuðu við verksmiðjuna sem var þó aðeins starfrækt á 30% afköstum. Lokunin í Lordstown er liður í hagræðingarferli, sem GM tilkynnti um síðastliðinn nóvember og kveður á um að starfsfólk félagsins verði fækkað um 14.000. Samtals starfa tæplega 100 þúsund manns hjá GM í Bandaríkjunum.

Trump lét ekki duga að gagnrýna framkvæmdastjórn GM heldur sendi einnig sneið að UAW verkalýðsfélags starfsmanna GM. Viðræður milli fulltrúa launþega og yfirstjórnar GM eru fyrirhugaðar næsta haust þar sem framtíð verksmiðjunnar í Lordstown verður ákveðin. “Af hverju að bíða, hefjið þær strax! Ég vil halda störfum í Bandaríkjunum og Lordstown (Ohio) í einu öflugast hagkerfi sögunnar. Opnið eða seljið verksmiðjuna til fyrirtækis sem getur opnað hana fljótt!” skrifaði Trump og bætti við að formaður UWA ætti að hífa upp um sig buxurnar og byrja að framleiða.