Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist íhuga að bjóða sig aftur fram til forsetakosninga. Þetta kom fram í fyrstu opinberu ræðu hans frá því að Joe Biden tók við forsetaembættinu í janúar.

„Hver veit, ég mun jafnvel ákveða að sigra þá í þriðja skiptið,“ sagði Trump á ráðstefnu í Flórída í gær.

Lokaákvörðunin um hvort hann bjóði sig fram til Bandaríkjaforseta árið 2024 veltur þó á úrslitum miðkjörtímabilskosninganna árið 2022, samkvæmt því sem WSJ hefur eftir aðstoðarmönnum Trump. Hann ætli sér að handvelja frambjóðendur og refsa þeim sem kusu með því að honum yrði vikið úr stöðu fyrir embættisafglöp.

Trump tjáði stuðningsmönnum sínum í gær að hann ætli muni ekki stofna nýjan stjórnmálaflokk „því við höfum Repúblíkanaflokkinn“. Hann skaut einnig á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, vegna innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar ásamt nálgun hennar á opnanir skóla.