Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland hækkaði um 0,20% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.701,71 stigi. Hlutabréfaviðskipti dagsins námu einungis 740 milljónum króna.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,06% niður í 1.246,78 stig í 3,2 milljarða viðskiptum.

Mest viðskipti með bréf Sjóvá-Almennra

Gengi hlutabréfa Sjóvá-Almennra hækkuðu mest í viðskiptum dagsins, en þau námu 159 milljónum króna. Jafnframt var langmest velta með bréf félagsins, en þau hækkuðu um 2,63% og fæst nú hvert bréf félagsins á 15,60 krónur.

Næst mest hækkaði gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar eða um 1,46% í 55 milljóna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 27,80 krónur.

Eimskip og VÍS lækkuðu mest

Eimskipafélag Íslands er það fyrirtæki hvers hlutabréf lækkuðu mest í viðskiptum dagsins, eða um 0,64% en þau námu 97 milljónum.

Hlutabréf VÍS lækkuðu svo um 0,55% í 11,3 milljón króna viðskiptum en við lok viðskipta dagsins kostar hvert bréf félagsins 27,80 krónur.