Efnahagsmálaráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel segir að viðræður um fríverslun milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hefðu mistekist.

Samningurinn stendur undir nafninu Transatlantic Trade and Investment Partnership, skammstafað TTIP, hefur verið í vinnslu í þrjú ár, en klára átti þær á árinu. Ýmislegt hefur þó staðið út af borðinu, þar á meðal eru sjónarmið mjög mismunandi varðandi landbúnað.

Evrópumenn láta ekki undan

„Viðræðurnar við Bandaríkin hafa í raun siglt í strand vegna þess að við Evrópumenn vildum ekki láta undan kröfum Bandaríkjamanna," sagði hann, samkvæmt því sem fram kemur í viðtali sem birt verður á þýsku stöðinni ZDF í dag.

„Það er engin hreyfing í þessu máli," sagði Gabriel sem einnig er varafjármálaráðherra landsins.